Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

159. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 18:56:21 (8025)


[18:56]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég er ekki sáttur við þá grundvallarstefnu sem þetta frv. byggir á. Ég tel að Íslendingar eigi að búa þannig um hnútana í löggjöf af þessu tagi að þeir viðurkenni þann veruleika sem hér er og hefur verið um aldir, að við eigum að lifa af náttúrunni, í náttúrunni og í sátt við náttúruna, en ekki að búa til löggjöf sem fyrst og fremst byggist á bönnum að öðru leyti en því sem hæstv. umhvrh. leyfir þá og þá. Af þeirri ástæðu að ég er í grundvallaratriðum andvígur þeim sjónarmiðum sem fram koma í frv. þá kýs ég að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um málið.