Þingmennskuafsal Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur

160. fundur
Fimmtudaginn 16. júní 1994, kl. 10:04:22 (8061)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, sem er dagsett 13. júní 1994:
,,Til forseta Alþingis, Salome Þorkelsdóttur.
    Þar sem ég tek í dag við starfi borgarstjóra í Reykjavík afsala ég mér þingmennsku frá þessum degi

að telja.
    Ég þakka alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis fyrir samstarfið og óska þeim farsældar í framtíðinni.

Virðingarfyllst,

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.``


    Við þingmennskuafsal Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra tekur Guðrún J. Halldórsdóttir sæti hennar og verður 18. þm. Reykv. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og ég býð hana velkomna til starfa á ný. Kristín Einarsdóttir verður þá 10. þm. Reykv. og Kristín Ástgeirsdóttir 15. þm. Reykv.