Varamaður tekur þingsæti

160. fundur
Fimmtudaginn 16. júní 1994, kl. 10:07:09 (8062)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Þá hefur einnig borist svofellt bréf til forseta Alþingis, dags. 15. júní 1994:
    ,,Þar sem Sigbjörn Gunnarsson, 7. þm. Norðurl. e., getur ekki vegna sérstakra anna sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, samkvæmt beiðni hans, að óska þess að 1. varaþm. Alþfl. í Norðurl. e., Sigurður E. Arnórsson framkvæmdastjóri, Akureyri, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir þetta bréf ritar Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks Alþfl.
    Sigurður E. Arnórsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.