Gæsla íslenskra hafsbotnsréttinda

7. fundur
Fimmtudaginn 07. október 1993, kl. 12:51:20 (97)

[12:51]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég er nú ekki alveg ánægður með svarið. Ég tel að það hafi ekki verið fullkomið því að það var auðvitað ekki verið að spyrja um það hvort hafnað hefði verið álitsgerð frá þessum ágæta embættismanni. Það sem var verið að spyrja um var hvers vegna væri ekki óskað álitsgerðar frá viðkomandi embættismanni þegar um var að ræða þessi mál sem hann hafði fjallað um á vegum ráðuneytisins. Og það vakti undrun manna að það skyldi verða kallað á álitsgerðir annarra manna í þessu sambandi og við því hefði ég gjarnan viljað fá svar en ekki því ef hann hefði lagt fram einhverja álitsgerð að henni hefði verið hafnað. Ég tel að það . . .  ( Sjútvrh.: Af hverju hann var ekki í viðræðunum?) Já, og hann skyldi ekki vera kallaður til starfa, til ráðuneytis við bæði nefndir þingsins og ráðuneytið um hvernig ætti að móta framgang þessa máls.