Samstarfssamningur Norðurlanda

8. fundur
Fimmtudaginn 07. október 1993, kl. 14:01:00 (107)

[14:01]
     Frsm. utanrmn. (Björn Bjarnason) :
    Frú forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 37 um till. til þál. um staðfestingu samkomulags um breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda. Utanrmn. kom saman til fundar í morgun og tók afstöðu til málsins og hún leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Í umræðum um málið í nefndinni kom fram að túlkun greinargerðar tillögunnar á 1. og 33. gr. samstarfssamningsins væri of þröng því að evrópskt samstarf næði til fleiri þátta en Evrópska efnahagssvæðisins og Evrópubandalagsins.
    Steingrímur Hermannsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en að öðru leyti undirrita allir nefndarmenn í utanrmn. álit nefndarinnar.