Þingmennskuafmæli Matthíasar Bjarnasonar

9. fundur
Mánudaginn 11. október 1993, kl. 15:04:57 (117)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti til gamans og fróðleiks geta þess að í dag á hv. 1. þm. Vestf. 30 ára þingmennskuafmæli og vill af því tilefni færa honum árnaðaróskir þótt hann hafi fjarvistarleyfi í dag.
    Matthías Bjarnason varð 11. landskjörinn þingmaður í kosningunum 9. júní 1963 og kom fyrst til þings 10. okt. þá um haustið og undirritaði drengskaparheit sitt daginn eftir. Hann er samkvæmt athugun skrifstofu Alþingis 30. maðurinn í hópi þeirra sem átt hafa sæti á Alþingi í 30 ár eða lengur.
    Á sama fundi undirritaði drengskaparheit sitt hv. 3. þm. Norðurl. v., Ragnar Arnalds, en þingseta hans hefur ekki verið samfelld síðan.