Fjárlög 1994

11. fundur
Þriðjudaginn 12. október 1993, kl. 16:56:28 (196)

[16:56]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er auðvitað alveg ágætt að heyra það að hv. þm. Sturla Böðvarsson er mér sammála um að það þurfi að auka fjárframlög til vísinda- og þróunarstarfa en ég hef ekki getað fundið það neins staðar í þessu frv. eins og ég sagði áðan. Í kaflanum um menntmrn. þar sem ég vísa til þess framlags sem er m.a. til Rannsóknasjóðs og Vísindaráðs og Vísindasjóðs, þá eru hér yfirleitt um nákvæmlega sömu upphæðir að ræða og eru í fjárlögum þessa árs. Það var mikið rætt um það hér á síðasta þingi þær upphæðir sem ættu að fara til þess að auka þessa starfsemi, m.a. með sölu ríkiseigna sem ekki náði fram að ganga, og það er ekki hægt að sjá hér í þessu frv. að neitt sýni að það eigi að styðja eða auka við þessa starfsemi.