Fjárlög 1994

11. fundur
Þriðjudaginn 12. október 1993, kl. 18:28:45 (209)


[18:28]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins þakka hv. þm. Svavari Gestssyni fyrir ýmsar ábendingar sem hann kom með fyrir fjárlaganefndarmenn. Það er áreiðanlega full ástæða til þess fyrir okkur að skoða enn betur en við höfum hingað til gert, greinargerðina sem fylgir með fjárlagafrv. í síðustu umræðu um fjárlög. Við höfum orðið áþreifanlega orðið vör við það í sumar að sú greinargerð hefur ekki verið virt af framkvæmdarvaldinu. Það er komið í ljós, mjög berlega, og þetta á sérstaklega við í þeim kafla sem hann fór yfir, þ.e. menntmrn. Það er auðvitað mjög alvarlegt mál þegar framkvæmdarvaldið virðir ekki þær samþykktir sem gerðar eru á Alþingi og löggjafarvaldið sendir frá sér.