Fjárlög 1994

11. fundur
Þriðjudaginn 12. október 1993, kl. 20:20:25 (224)

[20:20]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég eyddi nokkrum tíma í ræðu minni til þess að ræða einmitt þetta tiltekna atriði og ég hygg að það sé hollast fyrir mig að segja ekki fleiri orð að sinni. ( FI: Hvað er með réttaróvissuna?) Það kemur að því innan skamms tíma að reglurnar verða tilbúnar. Ég get fullyrt að þær verða tilbúnar vel áður en kortatímabilið tekur gildi sem verður ekki fyrr en á næsta ári. Þannig að það þarf enginn að kvíða því að um óvissu verði að ræða eftir að það tímabil rennur upp sem þessi fjárlög taka til.