Lækkun vaxta

12. fundur
Miðvikudaginn 13. október 1993, kl. 13:58:42 (250)


[13:58]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég við leiðrétta hv. þm. Nú upp á síðkastið, þ.e. allra síðustu vikurnar hafa vextir verið að lækka. Við síðustu ákvörðun bankanna lækkuðu vextir. Í síðasta útboði ríkisvíxla lækkuðu vextir og ég vil aðeins benda á það að nú þegar hefur vaxtaskiptasamningurinn sem Seðlabankinn gerði við viðskiptabanka og sparisjóði haft áhrif að því leytinu til að sú tímabundna hækkun verðbólgu sem verður nú í október veldur því ekki að bankar hækki nafnvexti sína eins og gerst hefur við sambærilegar aðstæður hér áður þannig að aðgerðir þær sem ríkisstjórnin hefur gripið til nú þegar í samvinnu við Seðlabankann, sem eru að vísu ekki nema tiltölulega lítill hluti þessa máls alls, hafa þegar skilað árangri.