Dýravernd

18. fundur
Fimmtudaginn 21. október 1993, kl. 12:39:55 (506)


[12:39]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það má auðvitað færa fyrir því ýmis rök að hreindýrin á Íslandi séu frekar húsdýr vegna uppruna síns. En þau hafa verið skilgreind sem villt dýr í meðferð ráðuneytisins og ég held að það standi meiri og sterkari rök til þess í dag heldur en að flokka þau með húsdýrum. Ég vil benda á að minkurinn er flokkaður sem villt dýr í frv. um verndun og veiðar villtra dýra og fugla og á hann þó miklu skemmri tíma villtur í íslenskri náttúru heldur en hreindýrin.