Dýravernd

18. fundur
Fimmtudaginn 21. október 1993, kl. 12:52:05 (509)

[12:52]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér finnst sú afstaða sem kemur fram hjá hv. þm. Ólafi Þ. Þórðarsyni til eldis á dýrum, hann nefnir sérstaklega hænsni í búrum, virðingarverð. Ég er ekki endilega sammála henni en mér finnst umræðan vera þörf og hann túlkar hér viðhorf sem mjög margir búa yfir. En mig langaði þá

til þess að varpa fram til hans spurningum.
    Hann telur að það eigi ekki að leyfa eldi hænsna í vistarverum eins og búrum vegna þess að . . .   ( ÓÞÞ: Það sagði ég ekki.) Það skildist mér. Þá bið ég hv. þm. afsökunar. En hann greindi a.m.k. frá því að þegar slíkum dýrum væri sleppt þá höguðu þau sér ekki eins og önnur hænsni sem ganga laus. Mig langaði til þess að varpa fram til hans eftirfarandi spurningu: Hvað finnst honum þá um fiskeldi? Ég þekki þá grein talsvert vel. Þar eru fiskar settir saman í ker, sem er nokkuð ónáttúrulegt umhverfi, oft við gríðarlegan þéttleika, kannski 30--40 kg á rúmmetra. Hvað segir hann um það?