Lagaákvæði á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna EES

18. fundur
Fimmtudaginn 21. október 1993, kl. 13:54:51 (520)


[13:54]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Til mín hefur verið beint fyrirspurnum nánast samhljóða frá hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni og hv. þm. Finni Ingólfssyni varðandi innihald þeirrar reglugerðar sem ráðherra hefur heimild til að setja og ber að setja raunar varðandi þá sem stunda mega lækningar hér skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. í I. kafla laganna.
    Hér er um að ræða almenn atriði, prófskírteini og kröfur sem almennt talað eru ekki og verða ekki undir nokkrum kringumstæðum síður gerðar til íslenskra aðila. Ég hef ekki við hendina nákvæmari útlistun á þessari kröfugerð. Það eru þó ákveðnar hugmyndir að baki en gæti þó komið þeim upplýsingum nánar til fyrirspyrjenda og þá nefndarmanna í hv. heilbr.- og trn. milli umræðna.