Matvæli

18. fundur
Fimmtudaginn 21. október 1993, kl. 15:12:00 (537)


[15:12]
     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að ræða innihald frv. sem hér er rætt en langar hins vegar að spyrja hæstv. heilbrrh. einnar spurningar. Hann sagði að heimilisiðnaður, sem seldur væri, væri undir sértöku eftirliti í þessu frv. Ég ætla að spyrja hann að því hvort hann sé í raun og veru að koma í veg fyrir að það sé hægt að baka heima og selja. Þetta hefur verið mikið í umræðu í sumar. Það hafa verið eigendur stórra heimiliseldhúsa sem hafa verið hræddir um að þeim væri gjörsamlega fyrirmunað að fá að framleiða. Ég vona að í þessu frv. felist ekki að þessi heimilisiðnaður verði lagður af.