Matvæli

18. fundur
Fimmtudaginn 21. október 1993, kl. 15:13:11 (538)


[15:13]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Þetta var nú eitt þeirra atriði sem ég staldraði við og spurði höfunda frv. sem var nú komið í nokkuð ítarlegt form þegar ég tók við embætti heilbr.- og trmrh. hvernig stæði. Mér skilst að og ég hygg að innihald frv. geri ráð fyrir því að ef um er að ræða sölu utan heimilis þá lúti viðkomandi eldhús almennri löggjöf um hreinlæti og heilbrigðishætti. Með öðrum orðum þá gildi lögin gagnvart því eldhúsi en ekki hin almennu ákvæði um hreinlæti húsmóðurinnar eða heimilisfólksins. Kleinumálið hér í Kolaportinu var auðvitað eitt af þeim málum sem menn horfðu til sérstaklega og það er mat mitt að þessi lög verði til þess að viðkomandi kleinueldhús þurfi á sérstöku leyfi að halda ef um áframhaldandi sölu á þeim kleinum --- svo ég taki það dæmi sérstaklega út úr --- verði að ræða.