Réttur feðra til launa í fæðingarorlofi

20. fundur
Mánudaginn 25. október 1993, kl. 16:52:07 (582)


[16:52]
     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Það er eins og allir vita skynsemi kattarins að fara varlega að heitum graut. Gæti hver maður séð að það fer illa fyrir þeim ketti sem ekki gerði það. Hins vegar fannst mér hæstv. fjmrh. ekki fara beinlínis skynsamlega að því að svara þessari fyrirspurn. Hann valdi þann kostinn að tala svo óljóst að ég kalla það nánast kraftaverk hvernig hv. fyrirspyrjandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gat lesið það út úr ræðu hæstv. fjmrh. sem hún túlkaði hér sem hans svar. Það er út af fyrir sig list.
    Nú vildi ég biðja hæstv. fjmrh. sem vafalaust kemur í stólinn aftur að endursegja í örfáum orðum hvað hann hyggst gera.