Vatnaflutningar til Fljótsdals

20. fundur
Mánudaginn 25. október 1993, kl. 18:16:46 (619)

[18:16]
     Árni M. Mathiesen :
    Hæstv. forseti. Þetta var mikill upplestur hjá hæstv. iðnrh. og orkuráðherra. En mér virðist þó að þar sé fyrst gengið út frá virkjunarkostinum og síðan athugað hvað hann hefði

mikla röskun og skaða í för með sér fyrir umhverfið. Þeir virkjunarkostir sem um er að ræða eru augljóslega til þess fallnir að raska umhverfinu. Væri ekki betra að leita að kostum sem raska umhverfinu sem allra minnst þannig að það sé forsenda í upphafi að virkjunarkostir raski umhverfinu sem minnst en ekki að það sé eftir á farið að athuga hversu miklu þeir raski?