Vatnaflutningar til Fljótsdals

20. fundur
Mánudaginn 25. október 1993, kl. 18:17:52 (620)


[18:17]
     Jón Kristjánsson :
    Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda þessa fsp. og iðnrh. fyrir þau svör sem hann gaf. Eins og kom fram í svari hans þá er langt frá því að þessi mál séu á ákvörðunarstigi. Erindi mitt í þessa umræðu er aðeins að leggja á það áherslu að rannsóknir á umhverfisáhrifum þessara virkjunarkosta verði eins vandaðar og unnt er því að þarna er mikið í húfi og það er mjög áríðandi að eins vandaðar upplýsingar og kostur er liggi fyrir um áhrif þessa. Ég vil ekkert segja um það á þessu stigi hvert útlit er á þessum miklu vatnaflutningum. Það er mikið mál og umdeilt í þjóðfélaginu en það er langt frá því að nein ákvörðun liggi á borðinu í því efni.