Rannsóknir á umhverfisáhrifum vatnaflutninga

20. fundur
Mánudaginn 25. október 1993, kl. 18:35:51 (627)


[18:35]
     Fyrirspyrjandi (Tómas Ingi Olrich) :
    Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. umhvrh. fyrir hans svör. Ég tel þau fullnægjandi og er ánægður með hans viðbrögð við þessari fyrirspurn.
    Það er alveg ljóst að þessir útreikningar sem snerta Brúarvirkjun og Arnardalsvirkjun eru mjög langt komnir. Ég þykist þess alveg fullviss að í viðræðum íslenskra aðila við erlenda aðila um flutning raforku um sæstreng til annarra landa þá séu þessar verðviðmiðanir þegar komnar inn. Það er reiknað með því að Brúarvirkjun og Arnardalsvirkjun séu nýttar þegar um sæstreng II, sem svo hefur verið nefndur, er að ræða, þannig að þessar rannsóknir hafa þegar gefið tilefni til niðurstaðna í sambandi við arðsemisútreikninga og eru grundvöllur umræðna um þessi mál. Þess vegna endurtek ég það að ég tel að sú aðferð sem hefur verið notuð til að nálgast þennan vanda sé röng. Ég ósáttur við þá aðferð

og get þess vegna ekki annað en mótmælt henni eins og hún kom fram hér áðan í máli hæstv. iðnrh. En ég er mjög sáttur við það svar sem hv. umhvrh. gaf í þessu sambandi. Mér þykir leitt að hæstv. iðnrh. skuli ekki vera hér til að heyra þessa athugasemd mína sem beindist að honum.