Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar vegna átaks í sameiningu sveitarfélaga

20. fundur
Mánudaginn 25. október 1993, kl. 18:49:23 (632)


[18:49]
     Jón Kristjánsson :
    Herra forseti. Ein af ástæðunum fyrir því að verið er að ræða um sameiningu sveitarfélaga er auðvitað að samgöngur hafa mjög batnað á undanförnum árum. Sannar upptalning hæstv. samgrh. það.
    En erindi mitt og sú athugasemd sem ég vildi gera eru varnaðarorð til hæstv. ráðherra, og það er nú ekki síður hæstv. félmrh. sem mætti heyra þau, að gefa ekki í umræðunni væntingar um framkvæmdir í vegamálum í tengslum við sameiningu sveitarfélaga sem eru ekki inni á vegáætlun nema það sé virkilega ætlunin að breyta vegáætlun og gera þá tillögur um þær framkvæmdir. Ég hef reynslu fyrir því varðandi sameiningarmál að slíkt getur verið mjög erfitt svo að ekki sé meira sagt að gefa slíkar væntingar.