Álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES

23. fundur
Þriðjudaginn 26. október 1993, kl. 17:03:24 (676)

[17:03]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Hér liggur fyrir frv. til laga um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta frv. er flutt í samræmi við þann samning sem við höfum gerst aðilar að um Evrópska efnahagssvæðið og felur efnislega í sér að unnt er fyrir íslenska dómstóla að ákveða að leita eftir fyrirframáliti frá EFTA-dómstólnum ef íslenskum dómstólum þykir nauðsyn bera til samkvæmt nánari ákvæðum í lagafrv. þessu.
    Þetta frv. er endurflutt. Það var rætt hér allítarlega við 1. umr. á síðasta þingi og hafði verið vísað til hv. allshn.
    Ég vísa að öðru leyti til athugasemda með frv. og þeirrar umræðu sem fram fór á síðasta þingi og legg til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.