Álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES

23. fundur
Þriðjudaginn 26. október 1993, kl. 17:26:55 (684)


[17:26]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ekki er þetta nú fortakslaust hjá hæstv. dómsmrh. Í 67. gr. laga um Félagsdóm segir:
    ,,Úrskurðir og dómar Félagsdóms eru endanlegir og verður ekki áfrýjað. Þó má innan viku frá dómsuppsögn eða úrskurði áfrýjað til hæstaréttar:
    1. Frávísunardómi eða úrskurði um frávísun.
    2. Dómi til ónýtingar, sökum þess að málið heyri ekki undir félagsdóm.
    3. Úrskurð um skyldu til að bera vitni, um eiðvinning og sektir.``