Endurskoðun laga um skipan opinberra framkvæmda

23. fundur
Þriðjudaginn 26. október 1993, kl. 18:26:36 (693)


[18:26]
     Margrét Frímannsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að lengja þetta en af því að hús fyrir Hæstarétt eða dómshús kom aðeins til umræðu þá vil ég bara að það komi fram að mér finnst sú ákvörðun að fara út í þessa byggingu núna kolröng og sýna dæmi um þá forgangsröð verkefna sem verið hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem aðhalds á að gæta í ríkisfjármálum og niðurskurður er til allra félagslegra þátta og félagslegrar þjónustu, þá er farið í þessa byggingu. Ef til vill er byggingin sjálf eða verkefnið vel undirbúið en alla vega ekki forgangsröðun verkefna á fjárlögum.