Vegalög

24. fundur
Miðvikudaginn 27. október 1993, kl. 15:33:07 (733)


[15:33]
     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var alveg skýrt um hvað ég spurði áðan. Ég vitnaði í sérálit Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga, sem átti sæti í nefndinni og ég skal lesa enn og aftur það sem hann segir hér:
    ,,Það er álit undirritaðs að flokkun stofn- og tengivega í þéttbýli samkvæmt hinni nýju skilgreiningu 8. gr. frv. muni leiða til þess að stofn- og tengivegir í þéttbýli verði um þriðjungi styttri en þjóðvegir í þéttbýli samkvæmt núgildandi reglugerð þar um. Þannig færist þriðjung stofn- og viðhaldskostnaðar þjóðvega í þéttbýli yfir á hendur sveitarfélaga án þess að þeim væri í nokkru bættur sá kostnaðarauki.``
    Og það er einmitt þetta sem ég er að spyrja um. Lá það ekki fyrir hver þessi kostnaðarauki er eða verður?