Eftirlaunaréttindi launafólks

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 12:02:13 (757)


[12:02]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Aðeins varðandi þingmeirhluta sem var verið að reikna hér í málinu þá var mér fullkunnugt um þessa afstöðu hv. þm. Páls Péturssonar til þessa frv. ( ÁMM: Forseti, er þetta andsvar við andsvari?) Nei, þetta er andsvar við ræðu hv. þm. Páls Péturssonar hér áðan. Ég er ekki sammála honum í málinu. Vandamálið er hins vegar þetta: Félagshyggjan í lífeyrissjóðunum er búin að vera við lýði í langan tíma. Félagshyggjan í lífeyrissjóðunum kemur fram í skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans. Þar er félagshyggjan í lífeyrissjóðunum gjaldþrota því miður. En hv. þm. Páll Pétursson er mikill félagshyggjumaður. Hann er ekki gjaldþrota og langt frá því, hann er dyggur stuðningsmaður félagshyggjunnar og ég kann vel að meta það. Það er aftur annað mál að félagshyggjan í lífeyrissjóðunum er gjaldþrota.