Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 13:42:20 (776)


[13:42]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Mig langar til þess að bera fram þrjár spurningar til hv. 3. þm. Reykv.:
    1. Hvernig útskýrði hann fyrir okkur að jöfnuður sem er yfirskriftin fyrir því að menn ætli að fara í breytingar á þessari kosningalöggjöf, hvernig kemur hann út gagnvart því fólki sem mun óhjákvæmilega missa fulltrúa sína úti á landsbyggðinni ef þingmönnum verður fækkað á landsbyggðinni eins og allar tillögur ganga út á?
    2. Hvernig eykur það skilvirkni þingsins að fækka þingmönnum?
    3. Yfirlýsing hans um það áðan að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að vinna að undirbúningi þessa máls og hafa síðan samráð við stjórnrandstöðuflokkana, er það sams konar fyrirkomulag og hefur verið á samráði t.d. um undirbúning að tillögum um stjórn fiskveiða og önnur mál sem þessi ríkisstjórn hefur verið að leggja fyrir Alþingi?