Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 13:49:29 (783)


[13:49]
     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Frú forseti. Eins og kom fram í máli mínu þá liggur fyrir innan Sjálfstfl. fullbúin hugmynd um breytingar á kosningalöggjöfinni þar sem byggt er á þeim grunni sem við byggjum nú á sem tekur á þessum viðfangsefnum en Sjálfstfl. áttar sig á því að það er nauðsynlegt að taka upp viðræður við alla flokka um málið. Hann vill ekki eins og gert er í þessari tillögu sem við erum að ræða binda sig við einhverja eina leið. Hann vill að það sé rætt um þá kosti sem fyrir hendi eru hvort sem er einmenningskjördæmi landið allt eitt kjördæmi eða aðlögun á núverandi kerfi að breyttum kröfum varðandi mannréttindi.