Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 13:52:11 (786)


[13:52]
     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan. Ég tel að hér sé ekki um að ræða flokkspólitískt mál og það eigi að fá málefnalega umfjöllun á öllum vígstöðvum þar á meðal á Alþingi. Framsfl. hefur ákveðið að taka þetta mál upp á sínum miðstjórnarfundi sem er eftir rúma viku. Þar munu menn væntanlega skiptast á skoðunum og e.t.v. álykta öðruvísi en landsfundur Sjálfstfl. Ég vona í það minnsta að hv. þm. hafi ekkert við það að athuga þó honum líki ekki að hér ræði menn málin á Alþingi á öðrum grunni heldur en sagt er í landsfundarályktun Sjálfstfl.