Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 14:07:20 (791)


[14:07]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það kann vel að vera rétt og ég tek undir það með hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni að þetta séu kannski ekki alveg þau brýnustu verkefni sem þjóðinni finnst að blasi við um þessar mundir og þurfi að leysa. En ræða hv. þm. lýsti því dómgreindarleysi sem ég var að koma hér inn á að væri í málflutningi hæstv. forsrh. Að hæstv. forsrh. skuli meta það svo að þetta sé það eina verkefni, og hann lýsir því fyrir þjóðinni á landsfundi Sjálfstfl., að þetta sé það eina verkefni sem mikilvægast sé fyrir þjóðina núna. Þannig að hv. þm. Einar K. Guðfinnsson undirstrikar þetta dómgreindarleysi sem ég var að koma inn á áðan í minni ræðu.