Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 14:25:17 (798)


[14:25]
     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Frú forseti. Það hefur komið hér fram í ræðu hv. síðasta ræðumanns og áður í umræðunum að það virðist vera eins og hv. þm. Alþb., einhverjir a.m.k., hafi horn í síðu þess að þingmönnum sé fækkað. Ég vil aðeins gera tilraun til þess að glöggva mig á þessu máli því að hv. formaður Alþb. hefur lýst því yfir í umræðum oftar en einu sinni að hann telji eðlilegt að þingmönnum sé fækkað og hefur nefnt töluna 50 ef ekki töluna 40 í því sambandi. Mig langar til þess að spyrja, ef það er tillaga hv. varaformanns Alþb. að formenn flokkanna verði sérstaklega kallaðir til í þessu efni, hvort formaður Alþb. muni hafa umboð til þess að ræða fækkun þingmanna.