Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 14:42:37 (805)


[14:42]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þarf ekki langan tíma í mitt andsvar. Hæstv. umhvrh. var ónákvæmur í sinni umfjöllun um afstöðu Framsfl. til kjördæmamálanna. Þetta fyrirkomulag sem nú er í gildi er Framsfl. ekkert heilagt, síður en svo. Hins vegar tók Framsfl. fullan þátt í því að ná þeirri samstöðu sem varð um það kerfi sem nú er í gildi og það er rangt að Framsfl. hafi eitthvað dregið lappirnar í því fremur en aðrir. Hins vegar er þetta ekkert heilagt kerfi sem einn maður skilur sem er orðinn ráðuneytisstjóri hjá hæstv. viðskrh. Ég býst við að menn vilji ganga til næstu kosninga án þess að þurfa að fara upp í viðskrn. til að láta túlka þessi kosningalög þannig að þessi fullyrðing hæstv. umhvrh. er einfaldlega röng.