Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 16:21:24 (844)

[16:21]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég hef náttúrlega ekki tíma til þess að flytja upphaflega ræðu mína aftur en þar

færði ég rök fyrir því hvers vegna ég tel það að gera landið að einu kjördæmi vera lakasta kostinn við úrlausn þessa vandamáls. Ég legg hins vegar til að við skoðum alla kosti í þessari stöðu. Eins og hv. 3. þm. Reykv. greindi frá hérna í dag þá var samþykkt ályktun á landsfundi Sjálfstfl. um síðustu helgi sem gekk einmitt út á þetta að við reynum að ná samtöðu um að leysa þetta mál en ekki að flytja tillögur eins og þessa sem einungis einangra lausn málsins við lakasta kostinn og tefja það að lausn fáist að lokum.