Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 16:33:59 (848)


[16:33]
     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það hefur komið í ljós að hv. þm. studdi tillögu sem flutt var á landsfundi Sjálfstfl. Þar var sagt að jafna skuli að fullu milli flokka. Þá vil ég spyrja hv. þm. að því: Hvernig hann --- nú ætla ég, virðulegur forseti, að bíða á meðan hv. 3. þm. Reykv. túlkar landsfundarályktunina fyrir þingmanninum --- ( Forseti: Má ég biðja hv. 2. þm. Norðurl. v. að hlýða á mál ræðumanns.)
    Virðulegur forseti. Það hefur komið í ljós að hv. þm. studdi fulla jöfnun á milli flokka. Þá vil ég spyrja hv. þm. hvernig hann ætlar að samræma það þeirri skoðun sinni að hann telji að hér eigi að vera einmenningskjördæmi og þá væntanlega með þeirri meirihlutastjórn sem mundi leiða af því að breskri fyrirmynd.