Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 16:40:09 (852)

[16:40]
     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hvar er nú lýðræðisást þingmannsins, spyr ég, ef það er skiptir meira máli að ákveðnir flokkar nái meiri hluta á Alþingi heldur en það að hinn raunverulegi vilji kjósenda endurspeglist á löggjafarsamkomunni? Er það ekki það sem skiptir máli að þær skoðanir sem eru við lýði í þjóðfélaginu, hverjar sem þær eru, þær eigi sína fulltrúa á hinu háa Alþingi? Það er lýðræðið í reynd. Ekki það að einhverjir ákveðnir hópar eða flokkar geti í krafti einhvers kerfis náð meiri hluta. Ég veit að það hefur verið draumur Sjálfstfl. frá því um 1930 að ná meiri hluta á hinu háa Alþingi. En sem betur fer hefur honum ekki tekist það og ég vona að það verði ekki.