Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 17:32:02 (865)


[17:32]

     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Herra forseti. Ég tel að það sé alveg ótvírætt að það hafi komið fram hér í þessum umræðum almennt það viðhorf að ef menn ætluðu að halda sér við þá tilhögun sem tillögumenn gera ráð fyrir þá gangi það þvert á vilja meiri hluta manna sem hér hafa talað. Meiri hluti manna vill að það séu skoðaðir miklu fleiri kostir en þessi eini sem hv. tillögumenn hafa gert tillögu um og telja að það eigi bara að skoða hinar jákvæðu hliðar á eins og fram kemur í ályktunartextanum sjálfum.