Kostir þess að gera landið að einu kjördæmi

25. fundur
Fimmtudaginn 28. október 1993, kl. 17:37:40 (871)


[17:37]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Skýring þingmannsins var einkar ljós. Hins vegar finnst mér þetta vera afskaplega léttvæg rök gegn þessu kerfi og í rauninni út í hött. Að öðru leyti vil ég hughreysta hann með því ef hann telur nú að pólitískri tilvist sinni sé ógnað, að eins og formaður Alþfl. hefur margoft bent á, þá er ævinlega rúm fyrir hann í Alþfl. þannig að þó að hv. þm. hafi tapað þingsæti, þá stendur honum þó flokkur til reiðu.