Varamenn taka þingsæti

26. fundur
Mánudaginn 01. nóvember 1993, kl. 15:00:56 (891)

           [15:04]
     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 28. okt. 1993:
    ,,Þar sem ég vegna annarra aðkallandi starfa get ekki setið lengur á Alþingi í forföllum Hjörleifs Guttormssonar, 4. þm. Alþb. í Austurl., fer ég fram á að 1. varaþingmaður flokksins, Einar Már Sigurðarson kennari, Neskaupstað, taki nú sæti á Alþingi.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti.
    Þuríður Backman, 2. varaþm. Alþb. í Austurlandskjördæmi.``
    Einar Már Sigurðarson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.
    Borist hefur bréf, dags. 28. okt. 1993:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur, leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykv., Þuríður Pálsdóttir yfirkennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Guðmundur Hallvarðsson, 16. þm. Reykv.``

    Þuríður Pálsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hún boðin velkomin til starfa.
    Borist hefur bréf, dags. 28. okt. 1993:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur, leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Alþfl. í Vesturl., Sveinn Þór Elinbergsson kennari, Ólafsvík, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Gísli S. Einarsson, 4. þm. Vesturl.``

    Sveinn Þór Elinbergsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.
    Borist hefur bréf, dags. 29. okt. 1993:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur, leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að þar sem 1. varaþingmaður Alþb. í Vestf. er forfallaður vegna sérstakra anna, taki 2. varaþingmaður Alþb. í Vestf., Bryndís Friðgeirsdóttir kennari, Ísafirði, sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Kristinn H. Gunnarsson, 5. þm. Vestf.``

    Borist hefur bréf, dags. 29. okt. 1993:
    ,,Vegna sérstakra anna heima fyrir sé ég mér ekki fært að taka sæti Kristins H. Gunnarssonar, 5. þm. Vestf. á Alþingi, sem 1. varaþingmaður Alþb. í Vestf. í forföllum hans vegna setu á þingi Sameinuðu þjóðanna fyrri hluta nóvembermánaðar.
    Lilja Rafney Magnúsdóttir.``
    Bryndís Friðgeirsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hún boðin velkomin til starfa.