Leigutekjur af embættisbústöðum

27. fundur
Mánudaginn 01. nóvember 1993, kl. 17:02:07 (933)


[17:02]
     Guðmundur Bjarnason :
    Hæstv. forseti. Ég vil einnig þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu hér og spyrja hæstv. fjmrh. um hvernig þessum málum sé háttað. Ég tel að það sé full ástæða til þess að samræma leigugreiðslur fyrir embættisbústaði en auðvitað þarf að huga að því ef þetta er, eins og hér var bent á áðan í stuttri athugasemd, hluti af samningskjörum. Þá þarf auðvitað að taka tillit til þess og gera þetta á þann hátt, að það raski því ekki .
    En mig langaði til þess, ef ég má bæta aðeins við fyrirspurnina til hæstv. fjmrh., að fá fram viðhorf hans á því að þar sem hefur verið staðið eðlilega að leigumálum á húseignum ýmissa opinberra stofnana, t.d. heilsugæslustöðva eða sjúkrahúsa svo að ég taki dæmi, finnst þá ráðherra eðlilegt, eins og lagt er til í grg. fjárlagafrv. fyrir næsta ár, að draga þessar leigutekjur inn í sameiginlegan sjóð sem síðan eigi að forvalta hjá Innkaupastofnun ríkisins og ráðstafa þaðan úr honum aftur, trúlega þó í samráði við viðkomandi ráðuneyti? Á frekar að gera þetta svona heldur en að leyfa þeim stofnunum sem vel hafa staðið að málum að hafa áfram yfirumsjón með þeim og eftirlit?