Húsaleigulög

28. fundur
Þriðjudaginn 02. nóvember 1993, kl. 15:58:38 (976)

[15:58]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. félmrh. segir að við höfum verið slæmir samstarfsmenn hennar áður í þessum efnum og vafalaust hafa þá vistaskiptin og stjórnarsamstarfið sem var tekið upp verið til þess að komast í betri vist, enda var lofað í stjórnarsáttmálanum, þessari litlu bláu bók, að taka upp húsaleigubætur og hæstv. félmrh. hefur þá orðið harla glaður, talið að nú væri hann kominn í betri vist. Vonbrigðin hljóta því að vera því meiri eftir því sem samstarfsflokkurinn dregur meira lappirnar í þessum efnum.
    Ég dreg þá ályktun af þessari umræðu að samstarfsflokkur hæstv. félmrh. ætli sér að draga lappirnar öllu lengur og þó að hæstv. félmrh. segi það hér að þetta frv. komi fram þá er ég ekki búinn að sjá að það komi fram á næstunni. Það er bagalegt reyndar að geta ekki spurt hæstv. fjmrh. um málið, en það verður sjálfsagt tækifæri til þess áður en langt um líður að taka upp við hann smáumræðu um þetta mál.