Vegalög

29. fundur
Miðvikudaginn 03. nóvember 1993, kl. 14:03:27 (1016)


[14:03]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þetta var ekki alveg það sem ég var að spyrja um. Ég var að spyrja um hvort hann

væri sáttur við það að tekið væri af hinu almenna vegafé til þess að leiðrétta gömlu mistökin. Ég var ekki að tala um framtíðina, ég var búinn að segja að ég væri sammála honum í því efni, ég er að tala um það sem þarf að bæta úr, þar sem mistökin hafa verið gerð, að það verði teknir peningar af hinu almenna vegafé í það.