Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

30. fundur
Fimmtudaginn 04. nóvember 1993, kl. 13:07:48 (1090)

[13:07]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra sagði hér áðan að við værum einfaldlega ekki sammála hverjir væru íslenskir hagsmunir varðandi hagsmunagæslu hvað snertir erlenda samninga. Ég vil segja í þessu sambandi að ef íslenskir ráðherrar vinna ekki eins og kollegar þeirra í öllum þeim löndum sem við eigum samskipti við og þessir samningar snerta, að þeir verji á hverjum tíma þá hagsmuni sem þeir telja að þeirra þjóðir og þau réttindi sem þeir telja að þeirra atvinnuvegir eigi, ef það eiga að vera einhver allt önnur vinnubrögð í gangi hjá okkur Íslendingum þá getur ekki annað en farið illa fyrir okkur.
    En ég vil þá um leið varpa þeirri spurningu til hæstv. ráðherra af því að hann telur sig vilja standa

við erlenda samninga, hvers vegna í ósköpunum vildi hann þá ekki standa að afgreiðslu þessa máls sem var í gangi í þinginu í vor og mikill þingmeirihluti var fyrir sem hefði tryggt að ekki hefði þurft að koma til þessarar deilu um gúrkurnar.