Stjórnmálafundur í Þingvallabænum

31. fundur
Þriðjudaginn 09. nóvember 1993, kl. 13:50:44 (1137)


[13:50]
     Ólafur Þ. Þórðarson :

    Herra forseti. Ég hjó ekki eftir því að hv. þm. Árni Johnsen væri með fjarvistarleyfi. En e.t.v. situr sá hér inni, fyrrv. forsrh., sem getur svarað þessu ef ráðherrar treysta sér til að úrskurða, hverjar séu reglur sem hafa gilt ( Gripið fram í: Starfandi forsrh.) um Þingvallabæinn. Starfandi forsrh. er mér tjáð að sé hér á ráðherrabekk og væntanlega mundi hann höggva á þennan hnút þannig að menn þyrftu ekki að vera lengi í vafa um stöðu málsins.