Efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga

33. fundur
Fimmtudaginn 11. nóvember 1993, kl. 11:27:27 (1220)

[11:27]
     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Út af því sem hv. þm. Halldór Ásgrímsson ræddi um í sambandi við kjarasamningana sl. vor., þá hygg ég að hann þekki það mikið til kjarasamninga að menn fara ekki að spila út öllum sínum trompum áður en samningarnir eru gerðir og það er eðli samningaviðræðna að menn reyna að

halda spilunum hjá sér þangað til allt raknar upp í lokin.
    Síðan út af bráðabirgðalögunum hvernig staðið var að þeim og framhaldinu eftir setningu þeirra, þá vil ég vekja athygli hans á því eins og hann veit líka og getur rifjað upp að það var boðað til allra þeirra funda í efh.- og viðskn. í sumar sem óskað var eftir af hálfu stjórnarandstæðinga og þau mál tekin á dagskrá þar sem var óskað eftir, og við höfðum hlutverkaskipti þar í haust, en ég varð ekki var við að það væri neinn sérstakur áhugi á því í sumar að ræða sérstaklega um þau mál sem tengdust bráðabirgðalögunum beint.
    Varðandi þróunarsjóðinn og lögin um stjórn fiskveiða og Hagræðingarsjóðinn, þá tel ég eðlilegt að þetta sé allt samferða í gegnum þingið. Ég verð ekki var við annað en það sé mikill friður í ríkisstjórninni um þetta mál og í hæsta lagi nokkrir önglar sem ber á milli.