Efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga

33. fundur
Fimmtudaginn 11. nóvember 1993, kl. 12:09:22 (1227)

[12:09]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég lít ekki svo á að lögin hafi enn sem komið er verið brotin en ég hef tekið undir það að því eru vitaskuld settar þröngar skorður hversu lengi er hægt að fresta þessum málum og ég hef lýst þeirri skoðun minni gagnvart stjórn Fiskveiðasjóðs sem fer með málefni Hagræðingarsjóðs að eðlilegt hafi verið að doka aðeins við innan þeirra marka sem lögin leyfa í þessu efni vegna þess að um þetta hefur verið samkomulag og sátt að nota eigi aflaheimildir Hagræðingarsjóðs með þessum hætti.