Hæstiréttur Íslands

33. fundur
Fimmtudaginn 11. nóvember 1993, kl. 12:49:19 (1245)

[12:49]
     Ólafur Ragnar Grímsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég geri ekki athugasemd við það að þessari umræðu verði frestað en ég vil vekja athygli hæstv. forseta á því að forseti hafði áður lýst því yfir að upp úr klukkan eitt ætti að fara fram atkvæðagreiðsla þar sem eitt mikilvægasta atriðið snertir sjávarútvegsmál og þar sem hæstv. dómsmrh. er einnig sjútvrh. þá finnst mér mjög óeðlilegt að láta þá atkvæðagreiðslu fara fram að ráðherranum fjarstöddum þegar ljóst er að hann hefur verið á þinginu allt fram til klukkan eitt og getur hugsanlega komið hingað aftur klukkan tvö. Ég minni á það að fjmrh. hefur í einu deilumáli hér á fyrri missirum á þessu kjörtímabili skotið sér á bak við það að þótt að allur samanlagður fjöldi stjórnarþingmanna hafi greitt atkvæði á tiltekinn veg þá hafi það ekkert með fjmrh. að gera vegna þess að hann hafi verið fjarstaddur atkvæðagreiðsluna. Það er auðvitað mjög óeðlilegt að slíkt geti komið upp og þess vegna vildi ég nú mælast til þess við virðulegan forseta að fyrst hæstv. sjútvrh. og dómsmrh. þarf að sinna verkum á milli kl. eitt og tvö, ég ætla ekki að gera neina athugasemd við það, þá fari atkvæðagreiðslan sem hér átti að fara fram á eftir ekki fram fyrr en ráðherrann er kominn aftur.