Hæstiréttur Íslands

34. fundur
Fimmtudaginn 11. nóvember 1993, kl. 16:26:17 (1274)

[16:26]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tel að hérna sé um að ræða algjörlega lóðréttan misskilning hjá hæstv. forsrh. og ég tel reyndar að hann sýni það mjög vel, þessi misskilningur, að það hefði verið skynsamlegra hjá hæstv. ráðherra að ráðgast við fleiri aðila áður en niðurstaðan varð fengin í þessu máli. Ég held að hann hefði átt að ráðgast m.a. við fjölda aðila, ég get svo sem nefnt ýmsa, og ég tel að þetta sé auðvitað líka pólitískt mál sem hann hefði átt að fara yfir með fulltrúum allra flokka og líka stjórnarandstöðuflokkanna með hliðsjón af því hvernig þessi mál hafa þróast.
    Staðreyndin er auðvitað sú að með þessari niðurstöðu sinni og túlkuninni á henni er hæstv. núv. forsrh. að brjóta í blað í þessu efni og m.a. af þeirri ástæðu tel ég að það sé brýn nauðsyn á því að Alþingi samþykki þá tillögu sem þrír þingmenn Alþb. hafa flutt um að fella heimildina til ákveðinna greiðslna til hæstaréttardómara eins og hún liggur fyrir í fjáraukalögunum. Mér sýnist með öðrum orðum að Alþingi standi frammi fyrir því að það getur leiðrétt þessi mistök forsrh. og ég held að það þurfi endilega að gerast.