Flutningur ríkisstofnana

36. fundur
Mánudaginn 15. nóvember 1993, kl. 15:19:53 (1297)


[15:19]
     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Svör forsrh. hljóta að vekja athygli en í þeim kemur nánast ekkert fram um það hvort ríkisstjórnin hafi nokkurn hug á því að framfylgja tillögum nefndarinnar. Ef maður skoðar fjárlagafrv. ríkisstjórnarinnar þá sé ég ekkert þar sem lýtur að þessum tillögum nefndarinnar og hlýt að ætla að það sé enginn vilji af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess a.m.k á næsta ári að hrinda í framkvæmd einhverju af þeim tillögum sem nefndin leggur til.
    Ég verð því að hryggja hv. 5. þm. Austurl. með því að ég get ekki verið jafnbjartsýnn og hann á það að til staðar sé einhver vilji af hálfu stjórnarflokkanna til að þessar tillögur verði eitthvað annað en pappír sem fer í ruslakörfuna.