Flutningur ríkisstofnana

36. fundur
Mánudaginn 15. nóvember 1993, kl. 15:32:41 (1308)


[15:32]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka þessar umræður. Ég vil taka það fram vegna þess sem hér hefur verið sagt að þetta nefndarstarf var sett í gang af mikilli alvöru og þessu máli verður fylgt eftir af hálfu ríkisstjórnarinnar af mikilli alvöru. En það mun þá líka reyna á þingmenn, það mun reyna á þingmenn. Því hér stangast á margvíslegir hagsmunir. Hér eru mjög viðkvæm og flókin mál sem snerta marga einstaklinga og persónur í þessu landi og það mun reyna á þingmenn. Ég segi það alveg eins og er að ef það gengur ekki

í þessu falli að ná árangri þá ættu menn eftir það að tala minna um flutning stofnana út á land.