Auglýsing frá Morgunblaðinu

36. fundur
Mánudaginn 15. nóvember 1993, kl. 15:50:38 (1317)

[15:50]
     Fyrirspyrjandi (Páll Pétursson) :
    Frú forseti. Eftir veðurfréttir og auglýsingar um klukkan 8.30 kvöldið 2. nóv. sl. birtist um 30 mínútna löng auglýsing frá Morgunblaðinu. Auglýsingin var felld inn í dagskrá kvöldsins eins og t.d. væri um að ræða fræðsluefni. Kostunaraðila var einskis getið, það ég tók eftir, og því hef ég leyft mér að spyrja hæstv. menntmrh. á þskj. 210:
    ,,Hvað fékk sjónvarpið greitt fyrir auglýsingu þá frá Morgunblaðinu sem birt var að loknum veðurfréttum og öðrum auglýsingum kvöldið 2. nóvember sl.?``