Styrkir til tannviðgerða

36. fundur
Mánudaginn 15. nóvember 1993, kl. 17:00:05 (1351)

[16:59]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Ég hef svo sem ekki miklu við fyrra svar mitt að bæta. Ég held að það sé hins vegar ekki til neins að beita hér viðtengingarhætti í þessari umræðu og gefa sér einhverjar staðreyndir sem við vitum ekki enn þá. Þessar nýju reglur munu birtast mjög fljótlega. Ég sagði áðan að þær yrðu að grunni til byggðar á þeirri reglugerð sem að sönnu byggir á öðrum lögum, eins og hér hefur komið fram, en ég hygg að þar verði kannski ekki um jafnmikinn mun að ræða og hv. 5. þm. Vestf. vildi láta að liggja. En ég hygg að það muni ekki á þessu stigi máls gagnast mikið fyrir hið háa Alþingi að ræða málið í viðtengingarhætti.